Frí heimsending af öllum pöntunum yfir 8000 kr.

öflun innihaldefna

Við sækjum innblástur okkar í kraft og fjölbreytni náttúrunnar. Við notum náttúruleg innihaldsefni og innihaldsefni af náttúrulegum uppruna alls staðar að úr heiminum og framleiðum vörutegundir sem eru góðar fyrir hörundið og gera það sem ætlast er til.
Innihaldsefnin okkar eru ýmist náttúruleg, af náttúrulegum uppruna eða gerviefni framleidd með rannsóknarstofuaðferðum. Við byggjum formúlur okkar á þremur grundvallaratriðum:

AUKUM GÓÐA EIGINLEIKA VÖRUTEGUNDA OKKAR

VÖRURNAR OKKAR eru ÞANNIG ÚR GARÐI gerðar AÐ ÞÆR SÉU EINS GÓÐAR OG MÖGULEGT ER FYRIR ÞIG OG HÚÐ ÞÍNA.

AUKUM GÓÐA EIGINLEIKA FÓLKSINS OKKAR

95% VÖRUTEGUNDA OKKAR INNIHALDA COMMUNITY TRADE-NÁTTÚRUEFNI. VIÐ EINSETJUM OKKUR AÐ NÁ 100% Í FRAMTÍÐINNI.

AUKUM GÓÐA EIGINLEIKA PLÁNETUNNAR OKKAR

VIÐ HÖFUM SKULDBUNDIÐ OKKUR TIL AÐ DRAGA ÚR UMHVERFISÁHRIFUM VÖRUTEGUNDA OKKAR ÁR HVERT. VIÐ HÖFUM ALDREI OG MUNUM ALDREI GERA PRÓFANIR Á DÝRUM OG ERUM 100% VEGETARIAN.

HVAÐ ER ÁTT VIÐ ÞEGAR TALAÐ ER UM NÁTTÚRULEG INNIHALDSEFNI OG INNIHALDSEFNI AF NÁTTÚRULEGUM UPPRUNA?*

Náttúruleg innihaldsefni fást úr plönturíkinu og er gæðunum viðhaldið með sem bestum hætti, t.d. með frostþurrkun. Einnig getur verið um steinefni að ræða (t.d. talkúm) og innihaldsefni sem framleidd eru af dýrum, eins og hunang og bývax, sem aflað er á vistvænan máta innan Community Trade-verkefnisins.
Innihaldsefni af náttúrulegum uppruna má rekja til plantna en hefur verið breytt á einhvern hátt svo þau virki betur. Gott dæmi um þetta er hreinsuð sólblómaolía. Olían, sem notuð er í matargerð, inniheldur óæskileg efni sem við fjarlægjum.
The Body Shop krefst þess að innihaldsefni af náttúrulegum uppruna séu ennfremur endurnýjanleg. Þetta þýðir að efnin verði að vera til í ríkum mæli og endurnýist á náttúrulegan máta, ólíkt t.d. jarðefnaeldsneyti sem tekur milljónir ára að myndast.
* Skilgreiningar þessar styðjast við viðmiðunarreglur Information Standards Organisation sem eru sjálfstæð, alþjóðleg samtök.
Kynntu þér málið hér

HVAÐ ER ÁTT VIÐ ÞEGAR TALAÐ ER UM GERVIEFNI FRAMLEIDD MEÐ RANNSÓKNARSTOFUAÐFERÐUM?

Þetta eru gerviefni mynduð við efnasmíði, efni sem finnast ekki í náttúrunni.
Dæmi um þetta er isononyl isononanoate, olía sem sett er í krem til að viðhalda raka í húð. Þessi olía er mun léttari fyrir hörundið en jurtaolíur. Hún brotnar auk þess 100% niður í umhverfinu og mengar ekki.
Gerviefni af þessu tagi eru notuð ef þau gefa vörutegundum okkar æskilega eiginleika sem ekki fást með notkun náttúruefna. Þannig geta þau verið öflugri, öruggari og í sumum tilfellum umhverfisvænni en sambærileg náttúruefni.
Gerviefnin eru notuð til að auka þéttleika, gæði, endingu og virkni vörutegundar. Þannig vernda rotvarnar- og sólarvarnarefni bæði vörutegundina sjálfa og neytandann.

HVERNIG PRÓFUM VIÐ VÖRUTEGUNDIR OKKAR?

Við köllum til sérfræðinga sem búa yfir þekkingu hvað varðar hráefni og notkun þeirra. Þeir blanda saman innihaldsefnum af kunnáttu og búa til vörutegundir sem henta húðgerð viðskiptavinarins, taka tillit til umhverfisins og gera það sem ætlast er til. Hver og ein vörutegund er prófuð ítarlega til að tryggja bæði virkni og öryggi. Við notum þrjár meginaðferðir til að prófa vörutegundir: tölvugögn, vef, áþekkan líkamsvef, sem búinn er til á tilraunastofu, og fólk.
Sem alþjóðlegt vörumerki með verslanir í meira en 60 löndum heims vinnum við samkvæmt ströngustu kröfum og reglum við framleiðslu vörutegunda. Við höfum öryggi og virkni að leiðarljósi við framleiðsluna og höfum auk þess skuldbundið okkur til að gæta að áhrifum vörutegundanna og framleiðslu þeirra á umhverfið.