Frí heimsending af öllum pöntunum yfir 8000 kr.

nýjustu fréttir

Júní 2018

VIÐ HÖFUM GEFIÐ ÚT VOTTUN OKKAR VEGNA NÚTÍMAÞRÆLAHALDS FYRIR 2017

Í síðasta mánuði gáfum við út vottun okkar vegna nútímaþrælahalds fyrir árið 2017. Því miður er þrælahald enn við lýði í dag og eru þolendur að mestu leyti ósýnilegir og raddlausir. Þetta er vandamál sem þjóðir heims verða að enda saman með virku samstarfi yfirvalda hvarvetna.
Við hófum að birta þessa vottun árið 2016 í samræmi við breska löggjöf. Vottunin tekur til þess sem við höfum gert til að koma í veg fyrir nútímaþrælahald meðal birgja okkar og innan Community Trade-verkefnisins.
Í 2017-vottuninni kemur m.a. fram að:
• Við höfum tileinkað okkur Human Rights Due Diligenge-stjórntækið til að komast að því hvar væri helst hætta á nútímaþrælahaldi meðal birgja okkar
• Við höfum framkvæmt faglega endurskoðun 64 sinnum og heimsótt birgjana 36 sinnum í þessum tilgangi
• Við höfum verið í samstarfi við Ethical Trade Initiative (ETI), Stronger Together og Taos Network til að koma í veg fyrir nútímaþrælahald meðal birgjanna
Allt frá árinu 1976 höfum við einsett okkur að láta gott af okkur leiða, að auðga líf fólks og koma í veg fyrir hvers kyns misnotkun í viðskiptum. Við vinnum ötullega að því að aðstoða birgja okkar til að fyrirbyggja nútímaþrælahald.

MAí 2018

THE BODY SHOP HLÝTUR RESPONSIBLE RETAILER INITIATIVE OF THE YEAR-VERÐLAUNIN

Á World Retail Congress‘ World Retail-þinginu sem fór fram í Madrid á Spáni í síðasta mánuði vann The Body Shop hin virtu Responsible Retailer Initiative of the Year-verðlaun fyrir Enrich Not Exploit™-skuldbindinguna.
Verðlaunahátíð þessi hefur verið haldin árlega frá 2007 og nýtur mikillar virðingar innan smásölugeirans. Responsible Retailer Initiative-verðlaunin eru afhent þeim sem þykir bera af hvað varðar umhyggju fyrir starfsfólki,viðskiptavinum, birgjum, umverfinu og sjálfbærri framtíð.
Við störfum enn samkvæmt þeirri lífssýn Anitu Roddick að með viðskiptum sé hægt að láta gott af sér leiða. Við stefnum að því að verða sjálfbærasta fyrirtækið í heiminum og Enrich Not Exploit™-skuldbindingin er fyrsta skrefið í þá átt. Skuldbindingin sem við settum okkur árið 2016 inniheldur samtals 14 markmið er varða fólkið okkar, Jörðina og vörutegundir okkar. Við stefnum að því að hafa náð öllum markmiðunum árið 2020.
Við hlökkum til áframhaldsins með Natura & Co og stefnum ótrauð að því að ná þeim sjálfbærnimarkmiðum okkar að verða besta fyrirtæki heims fyrir Jörðina.

APRíL 2018

Hjálpaðu okkur að bjarga rauðu pandabjörnunum!

Okkur þykir mikilvægt að vinna að því að bjarga dýrum í bráðri útrýmingarhættu. Nýjasta Bio-Bridge-verkefnið er dæmi um þetta en þar koma rauðir pandabirnir við sögu.
Þessi dýrategund er ein þeirra sem þarf á hjálp okkar að halda. Rauða pandan býr við rætur Himalayafjalla en skóglendi þar fer síminnkandi af mannavöldum og þar með hverfur aðalfæða bjarnanna, bambus.
Í samstarfi við Red Panda Network vinnum við nú að því að stækka skóglendið í Nepal með því að planta þeim gróðri sem er rauðu pöndunni nauðsynlegur, þ.m.t. bambus, og tryggja dýrunum öruggt umhverfi og nægt fæði. Red Panda Network vinnur einnig með þjóðarbrotum manna sem þarna búa og aðstoða með að finna breytt lífsviðurværi svo skóglendið fái að halda sér.

MARs 2018

THE BODY SHOP HLÝTUR MARIE CLAIRE‘S PRIX D‘EXCELLENCE BEAUTY GIVES BACK-VERÐLAUNIN

Þann 26. febrúar sl. fór hin árlega Marie Claire‘s Prix D‘Excellence de la Beauté-verðlaunaafhending fram. Dómnefnd skipuð sérfræðingum valdi þá sem voru heiðraðir og var þetta 32. árið í röð sem verðlaunin eru veitt.
Við erum afar þakklát og stolt yfir því að hafa hlotið Prix D‘Excellence de la Beauté-verðlaunin fyrir sjálfbærni í viðskiptaháttum.
Anita Roddick byggði The Body Shop á hugmynd sem þá þótti afar byltingarkennd: að viðskiptahættir gætu leitt til góðs. Nýr eigandi fyrirtækisins, Natura, hefur einnig metnaðarfullar hugmyndir: að vera besta fyrirtækið fyrir heiminn. Við höfum einsett okkur að bæta vörutegundir okkar, fólkið okkar og Jörðina okkar því við trúum því að viðskipti geti leitt til góðs. Við höfum alltaf ástundað sanngjörn viðskipti við samyrkjubændur og aðra birgja okkar með Community Trade-verkefninu, komum að verndun landsvæða og dýra í útrýmingarhættu með Bio-Bridges-verkefninu og höfum alltaf verið á móti tilraunum á dýrum í þágu snyrtivöruiðnaðarins.
Við erum stolt af þeirri vinnu og hlökkum til framtíðarinnar með Natura & Co.
Takk fyrir að vera með okkur á þessari leið. Saman getum við gert heiminn betri.

FEBRúar 2018

FOREVER AGAINST ANIMAL TESTING BRÝTUR BLAÐ Í SÖGUNNI

Okkur hefur nú tekist að safna 4,1 milljón undirskrifta í Forever Against Animal Testing-herferðinni. Þetta þýðir ekki aðeins að við erum komin rúmlega hálfa leið, heldur líka að um er að ræða langviðamestu aðgerðina frá upphafi til að knýja á um bann við tilraunum á dýrum í þágu snyrtivöruiðnaðarins. Þannig slógum við fyrra met okkar, herferðina með Cruelty Free árið 2004..
Þetta er því merkur áfangi á leið okkar að takmarkinu. Allt frá upphafi herferðarinnar höfum við barist ötullega og á heimsvísu til að upplýsa fólk um málsstaðinn og lýsti Umhverfisnefnd Evrópusambandsins nú síðast yfir stuðningi sínum við alþjóðlegt bann. Á síðustu mánuðum hafa mörg þjóðlönd, s.s. Brasilía, Kanada og Suður-Afríka, hafist handa við að endurskoða löggjöf varðandi dýratilraunir innan snyrtivöruiðnaðarins.
Enn á eftir að safna 3,9 milljónum undirskrifta. Hjálpumst því að, upplýsum heiminn og höldum áfram að safna undirskriftum til að banna tilraunir á dýrum í þágu snyrtivöruiðnaðarins.

JANúar 2018

hundar taka þátt í #ForeverAgainstAnimalTesting

Við stóðum fyrir mótmælastöðu gæludýra, þeirri fyrstu í sögunni, við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. Þann 24. janúar röðuðu hundar af ýmsum stærðum og gerðum sér upp fyrir framan höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli á #ForeverAgainstAnimalTesting-herferðinni sem við hleyptum af stokkunum ásamt Cruelty Free International í júní á síðasta ári.
Hundarnir báru hálsklúta og mótmælaskilti til að sýna dýrum víðsvegar um heiminn stuðning og mótmæla þannig grimmilegum tilraunum á dýrum í þágu snyrtivöruiðnaðarins. Tilgangur okkar með herferðinni er að safna 8 milljónum undirskrifta til að færa fulltrúum Sameinuðu þjóðanna og þrýsta á um varanlegt bann við öllum tilraunum á dýrum í þágu snyrtivöruiðnaðarins. Hundarnir fengu enn fremur liðsauka, því gæludýraljósmyndarinn @TheDogist sá um að koma mótmælunum á framfæri.
Þú getur ljáð málstaðnum þinn stuðning með því að taka þátt og undirrita formlegu beiðnina.
Ljósmynd: (Andrew Kelly/AP Images fyrir The Body Shop)

DEsEMBER 2017

veittum peace for play verkefninu stuðning um jólin 2017

The Body Shop fann verðugt verkefni til að styðja þessi jólin. Í ár styrkjum við International Alert-samtökin til að reka Peace Play-verkefnið sem veitir börnum, sem eiga um sárt að binda vegna stríðsins í Sýrlandi, öruggt umhverfi til að leika sér og eignast vini í.
Meira en helmingur flóttafólks er börn og þau þeirra, sem eru sýrlensk og yngri en sjö ára, hafa einungis kynnst stríðshörmungum og óörygginu sem þeim fylgir. Verkefnið gengur m.a. annars út á að veita börnunum nauðsynlega áfallahjálp og tækifæri fyrir þau að tjá tilfinningar sínar í umhverfi án nokkurs ofbeldis.
Leena er eitt dæmi um landflótta barn. Hún er sjö ára gömul og hefur nú búið í flóttamannabúðum í fimm ár. Leena er úr sveitahéruðum Sýrlands og það er helst þessu verkefni að þakka að nú hefur hún eignast vini á sínum aldri. Móðir Leenu segir að vegna verkefnisins sé Leena mun glaðari, rólegri og öruggari en hún var áður.
Við stefnum að því að safna 250 þúsund sterlingspundum þessi jólin og styrkja Shatila-flóttamannabúðirnar í þessu verkefni til eins árs en rúmlega 600 börn og fjölskykldur þeirra munu njóta góðs af. Andvirði gjafanna, sem við seljum þessi jólin, mun renna til verkefnisins.

NóVEMBER 2017

BIO-BRIDGE-VERKEFNIÐ HEFUR GENGIÐ VEL Í ÁR!

Á síðasta ári hófum við samstarf við alþjóðleg hjálparsamtök um byggingu eins konar vistfræðilegra brúa. Verkefnið gengur út á það að vernda og endurrækta landsvæði sem áður var skóglendi, ekki síst svo þau dýr, sem bjuggu þar áður, geti flutt þangað á ný til að vaxa og dafna. Fram að þessu höfum við sett fjögur slík verkefni af stað í Víetnam, Indónesíu, Malaysíu og á Indlandi.
Og í hverju fólst þessi vinna árið 2017?
•Við hófum verkefnið á fjórum stöðum og ætlum okkur að bæta tíu stöðum við fyrir árið 2020.
• Við hófum ennfremur samstarf við World Land Trust og Wildlife Trust of India til að vernda indverska fílinn og ákveðna Gibbonapategund en þessi dýr eru í útrýmingarhættu.
• Við settum á markað nýja vörutegund, Amazonian Saviour™ Multi-Purpose Balm, en drjúgur hluti andvirðis hennar rennur til World Bio-Bridges Mission-styrktarsjóðsins.
• Í Khe Nuoc Trong-skóglendi Víetnams, þar sem við rekum verkefni, er nú að finna stærsta samfélag landsins af apategund sem kallast Red-Shanked Doucs á ensku.
•Fyrr í þessum mánuði uppgötvaðist ný apategund, Tapanúlí-órangútan, á Bio-Bridge-svæðinu okkar á Súmötru. Einungis um 800 einstaklingar af þessari tegund eru til, þannig að hún er í mikilli útrýmingarhættu, svo það skiptir miklu mæli að vernda landsvæði þeirra og hjálpa þeim að lifa af.
•Karl Bretaprins heimsótti samstarfsaðila okkar í Malaysíu, Melvin Gumal, WCS, til að kynna sér verðugt starf hans. Við erum öll afar stolt af Melvin og samstarfsfólki hans.
•The Body Shop munu vernda 12.185.600 nýja fermetra af landsvæði árið 2017. Í heild gerir þetta samtals 29.300.000 fermetra frá upphafi verkefnisins.
Við erum afar þakklát fyrir allan stuðninginn sem við fáum frá viðskiptavinum okkar – hann skiptir auðvitað öllu máli! Við munum því halda ótrauð áfram og vernda dýrategundir í útrýmingarhættu víðs vegar um heiminn og hjálpa samfélögum manna á þeim stöðum að afla sér lífsviðurværis og dafna á sjálfbæran hátt.
Orangutan mynd: Andrew Walmsley.

OkTóBER 2017

Forever Against Animal Testing verkefnið hefur fengið uppfærslu!
Við höldum áfram samstarfi okkar við Cruelty Free Internartional-samtökin og höfum nú unnið að Forever Against Animal Testing-herferðinni í fjóra mánuði. Stuðningur viðskiptavina okkar hefur verið hreint ótrúlegur enda hefur mikill fjöldi undirskrifta safnast.
Og nýjustu fréttirnar eru að Urban Airship hjálpaði okkur að skapa upplýsingavef sem fólk getur tengst með símanum sínum og fylgst þannig með fjölda undirskrifta sem safnað er.
Þú getur tengst þessum upplýsingum í símanum þínum. Notaðu táknmyndina hér.

SEPTEMBER 2017

THE BODY SHOP GENGUR Í NATURA-FJÖLSKYLDUNA

Við höfum frábærar fréttir að færa ykkur: The Body Shop hefur nú formlega verið tekið í Natura-fjölskylduna. Natura er stærsta snyrtivörufyrirtækið í Brasilíu og við eigum svo sannarlega samleið með þeim. Natura hefur barist gegn dýratilraunum og verið leiðandi fyrirtæki hvað varðar sjálfbærni og fyrirmyndarviðskiptahætti allt frá stofnun þess árið 1969.
Natura hefur haft sömu viðskiptahætti og við að leiðarljósi öll 40 árin okkar og nú erum við að vinna saman. Við hlökkum til samstarfsins og bjartrar framtíðar.
Þú getur fylgst með starfi The Body Shop á þessum spennandi tímum með því að nýta þér samfélagsmiðlana.